Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

04. ágúst 2023

Þúsundir skemmta sér í blíðunni á Unglingalandsmóti

„Blússandi gangur er í öllu og gestir Unglingalandsmótsins glaðir,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Unglingalandsmót UMFÍ hófst á Sauðárkróki í gær og stendur alla verslunarmannahelgina.

03. ágúst 2023

Breyttar tímasetningar í blaki og körfubolta

Nú er fyrsti dagur Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki runninn upp. Mikil aðsókn er í grasblak og körfubolta á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki. Af þeim sökum hefjast leikar í þeim greinum klukkan 8:00 í stað 9:00 á morgun, föstudag. 

02. ágúst 2023

Nú geturðu skoðað liðin á Unglingalandsmóti

Þátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ geta nú skoðað lið og stöðu þeirra á mótinu ásamt því að sjá upplýsingar um tíma- og staðsetningu leikja.

02. ágúst 2023

Rástímar í golfi tilbúnir

Rástímar í golfi á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina eru klárir.  Þeir eru aðgengilegir inni á golfbox fyrir þá sem eru með aðgang að því.  Rástímar eru líka undir liðnum golf á vefsíðu UMFÍ.

02. ágúst 2023

Hægt að hlaða 14 rafbíla í einu

„Fólk getur farið á tjaldstæði Unglingalandsmótsins strax í dag og byrjað að hlaða rafbílana sína. Þau þurfa aðeins viðeigandi millistykki og hala niður réttu appi,“ segir Gunnar Þór Gestsson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS).  

01. ágúst 2023

Búið að loka fyrir skráningu á Unglingalandsmót

Skráning hefur gengið vel á Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Opið hefur verið fyrir skráningu á mótið í júlí og rann út frestur til þess á miðnætti í gær. 

01. ágúst 2023

Mótaskrá Unglingalandsmóts 2023 komin á netið

Mótsskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er komin út. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur. Í mótsskránni er dagskrá mótsins, upplýsingar um alla afþreyingu, opnar greinar sem ekki þarf að skrá sig í og alla þá viðburði sem boðið er upp á.

31. júlí 2023

Ætlarðu að keppa í folfi?

Frisbígolf er ein af greinunum sem keppt verður í á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Keppendur þurfa ekki að skrá sig fyrirfram í keppnina og er nóg að mæta á keppnisstað og taka þátt. Opið er fyrir skráningu á mótið til miðnættis í kvöld.

30. júlí 2023

Samkomutjöldin rísa á Sauðárkróki

Félagar úr Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit og ungmennafélagar frá Neista á Hofsósi og Ungmennasambandi Skagafjarðar reistu á Sauðárkróki í dag tvö stærstu tjöldin sem einkenna Unglingalandsmót UMFÍ. Þetta eru skemmti- og samkomutjöld þar sem tónleikar fara fram á hverju kvöldi á meðan mótinu stendur um næstu verslunarmannahelgi.