Öllum flokkum

08. mars 2025
Vel sótt ráðstefna um konur og íþróttir
Þátttakendur voru duglegir að spyrja krefjandi og góðra spurninga á ráðstefnunni Konur og íþróttir, sem fram fór í gær. Ráðstefnan var vel sótt bæði í Háskólanum í Reykjavík og í beinu streymi.

05. mars 2025
Landsmót UMFÍ 50+: Skráning opnar 15. maí
Gríðarlega flott mynd er komin á dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+ sem fram fer á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27. – 29. júní. Eins og dagskráin lítur út í dag verður keppt í 16 greinum. Matar- og skemmtikvöld verður í félagsheimilinu Tjarnarborg á Ólafsfirði.

04. mars 2025
Þingmenn föndruðu fyrir málefnum barna
Þingmenn léku á alls oddi í gær þegar þeir leiruðu saman fígúrur sem minna þá á að tala fyrir málefnum og hagsmunum barna á Alþingi.

26. febrúar 2025
Búið að opna fyrir starfsskýrsluskil
Opnað var fyrir skil á starfsskýrslum í kerfi ÍSÍ og UMFÍ í gær. Prófanir hafa staðið yfir á uppfærslum í skilakerfinu síðustu vikurnar og er nú allt tilbúið fyrir starfsskýrsluskilin.

24. febrúar 2025
Íþróttahreyfingin sýni frumkvæði
Margt er í farvatninu innan íþróttahreyfingarinnar, að sögn formanns UMFÍ. Stjórn UMFÍ hefur samþykkt aðildarumsókn ÍBV að UMFÍ. Gangi allt eftir verða senn öll íþróttahéruð landsins innan UMFÍ.

21. febrúar 2025
Markaðsmál íþróttafélaga ekki unnin af fagmennsku
Þegar horft er til umfangs eru mörg íþróttafélög á pari við íslensk stórfyrirtæki. Fyrirtæki huga vel að markaðsstarfi sínu. Það gera íþróttafélögin hins vegar ekki, að mati markaðssérfræðings.

19. febrúar 2025
Ræddu leiðir til að styrkja íþróttastarfið
„Vinnustofurnar í gær voru vel sóttar og umræðurnar líflegar,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæðinu um fund með fulltrúum íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ræddar voru leiðir til að styrkja starfið.

17. febrúar 2025
Hjólastólakörfubolti sló í gegn í Kringlunni
Mikill fjöldi fólks fylgdist með kynningu á hjólastólakörfubolta í Kringlunni á laugardag. Bæði var tilefnið að æfingar eru hafnar í hjólastólakörfubolta fyrir börn með fötlun hjá Fjölni og ÍR.

13. febrúar 2025
Ljómandi spenningur fyrir Landsmóti UMFÍ 50+
„Það er ljómandi spenningur fyrir landsmótinu í sveitarfélaginu og allir orðnir spenntir enda er þetta fyrsti viðburðurinn sem við hjá UÍF stöndum fyrir,“ segir Óskar Þórðarson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF).