Öllum flokkum

28. júlí 2025
Súper þátttaka á Unglingalandsmót UMFÍ
Afspyrnugóð skráning hefur verið á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um næstu helgi. Rúmlega þúsund þátttakendur á aldrinum 11 – 18 ára voru skráðir til leiks þegar lokað var fyrir skráningu í greinar á miðnætti í gær.

27. júlí 2025
Ice Girls Ice Guys og Glaumbæjargengið skráð til leiks
Hvað heitir liðið þitt á Unglingalandsmóti UMFÍ? Þátttakendur á mótinu eru afar hugmyndaríkir og er afar vinsælt að búa til liðsheiti og sérstaka liðsbúninga. Í dag er síðasti dagurinn runninn upp til að skrá lið á Unglingalandsmót UMFÍ.

25. júlí 2025
Gott að hafa í huga fyrir Unglingalandsmót
Nú er aldeilis farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. Fólk hefur aðeins þrjá daga til að skrá sig í greinar því skráningarfrestur er til miðnættis á sunnudagskvöld. Hér er allskonar sem þarf að hafa í huga fyrir mót.

23. júlí 2025
Prikhestar í fyrsta sinn á Unglingalandsmóti
„Undirtektirnar eru alltaf góðar. Börn finna sig á prikhestunum og foreldrarnir gleðjast yfir ánægju barnanna,“ segir Guðný María Waage. Prikhestar verða í fyrsta sinn á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

22. júlí 2025
Fleiri í hverju liði í grasblaki
Við vekjum athygli á því að breyting hefur verið gerð í grasblaki. Nú geta sex verið saman í hverju liði og fjórir inni á vellinum í einu. Þetta gerir leikinn miklu hraðari, enn meira spennandi og gríðarlega hressandi.

22. júlí 2025
Hvernig skrái ég mig í greinar?
Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina stendur yfir og lýkur sunnudaginn 27. júlí. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um skráningu í greinar.

21. júlí 2025
Ein vika eftir af skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ
Í hverju ætlar þú og þínar vinkonur og vinir að taka þátt í á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum? Það er aldeilis farið að styttast í mótið enda stutt í verslunarmannahelgina. Skráning er í fullum gangi.

14. júlí 2025
Undirbúningur í fullum gangi fyrir Unglingalandsmót
„Undirbúningur Unglingalandsmóts gengur ljómandi vel og allar okkar áætlanir eru á tímaplani,“ segir Ómar Bragi, framkvæmdastjóri mótsins.

09. júlí 2025
Júlí og Dísa, Væb og margir fleiri á Unglingalandsmóti
Dagskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er fjölbreytt eins og önnur ár. Alla helgina verður keppt í fjölmörgum íþróttagreinum ásamt því að þátttakendur fá tækifæri til að prófa og kynnast nýjum greinum. Auk þess er spennandi skemmti- og afþreyingardagskrá á hverjum degi. Á kvöldin verða svo tónleikar og fjör fyrir alla fjölskylduna.