Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

01. ágúst 2025

Léttskýjað og létt stemning á Unglingalandsmóti

Unglingalandsmót UMFÍ hófst með lífi og fjöri á Egilsstöðum í gær. Þúsundir mótsgesta flykktust í góða veðrið í bænum og kom sér fyrir á tveimur risastórum tjaldsvæðum, sem fólk gistir á. Skráning er afskaplega góð á mótið. 

31. júlí 2025

Gestir flykkjast í góða veðrið á Egilsstöðum

Þátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ og fjölskyldur þeirra hafa flykkst til Egilsstaða í dag. Veðrið er með eindæmum hæglátt og gott veður og bjart yfir öll. Sérstök tjaldsvæði voru útbúin fyrir allan þann fjölda sem skráður er til leiks.

31. júlí 2025

Fjölskyldufjör á Unglingalandsmóti

Líf og fjör verður í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum alla helgina sem Unglingalandsmót UMFÍ stendur yfir. Alla dagana verða þar leiktæki en svo verður líka hægt að klæða sig í víkingadress í Safnahúsinu, bregða sverði á loft, mála á viðarskífur, skoða blóm og kveikja varðeld.

30. júlí 2025

Stútfull mótaskrá 2025 komin út

Mótsskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er komin út. Í mótsskránni er dagskrá mótsins, kort af tjaldsvæði og keppnissvæðum á Egilsstöðum og ýmislegt fleira gagnlegt.

28. júlí 2025

Súper þátttaka á Unglingalandsmót UMFÍ

Afspyrnugóð skráning hefur verið á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um næstu helgi. Rúmlega þúsund þátttakendur á aldrinum 11 – 18 ára voru skráðir til leiks þegar lokað var fyrir skráningu í greinar á miðnætti í gær.

27. júlí 2025

Ice Girls Ice Guys og Glaumbæjargengið skráð til leiks

Hvað heitir liðið þitt á Unglingalandsmóti UMFÍ? Þátttakendur á mótinu eru afar hugmyndaríkir og er afar vinsælt að búa til liðsheiti og sérstaka liðsbúninga. Í dag er síðasti dagurinn runninn upp til að skrá lið á Unglingalandsmót UMFÍ.

25. júlí 2025

Gott að hafa í huga fyrir Unglingalandsmót

Nú er aldeilis farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. Fólk hefur aðeins þrjá daga til að skrá sig í greinar því skráningarfrestur er til miðnættis á sunnudagskvöld. Hér er allskonar sem þarf að hafa í huga fyrir mót.

23. júlí 2025

Prikhestar í fyrsta sinn á Unglingalandsmóti

„Undirtektirnar eru alltaf góðar. Börn finna sig á prikhestunum og foreldrarnir gleðjast yfir ánægju barnanna,“ segir Guðný María Waage. Prikhestar verða í fyrsta sinn á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

22. júlí 2025

Fleiri í hverju liði í grasblaki

Við vekjum athygli á því að breyting hefur verið gerð í grasblaki. Nú geta sex verið saman í hverju liði og fjórir inni á vellinum í einu. Þetta gerir leikinn miklu hraðari, enn meira spennandi og gríðarlega hressandi.