Öllum flokkum

08. október 2025
Seinni umsóknarfrestur í Fræðslu- og verkefnasjóð
Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Sjóðurinn styrkir verkefni sem tengjast félags- og íþróttastarfi ungmennafélagshreyfingarinnar. Á fyrri hluta ársins styrkti sjóðurinn 73 verkefni um 12,6 milljónir króna.

06. október 2025
Kynning á frambjóðendum til stjórnar
Formaður UMFÍ verður sjálfkjörinn á 54. Sambandsþingi UMFÍ um næstu helgi. En hvaða fólk er í framboði? Hér geturðu séð kynningu á öllum frambjóðendum.

03. október 2025
Vel heppnuð málstofa á Austurlandi
Fulltrúar íþróttahreyfingar og sveitarfélaga funduðu um íþróttamál á Egilsstöðum í vikunni. Vinnan getur orðið rammi fyrir sambærilega vinnu á fjörðunum. Fulltrúar íþróttahreyfingarinnar og aðilar frá sveitarfélaginu Múlaþingi hittust og ræddu um áskoranir og tækifæri.

02. október 2025
Mörg í framboði til stjórnar UMFÍ
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, er einn í framboði til formanns. Ellefu eru í framboði til stjórnar og tveir til varastjórnar. Ljóst er að nokkur endurnýjun verður á stjórn UMFÍ þegar gengið verður til kosninga því fimm í aðal- og varastjórn gáfu ekki kost á sér áfram.

30. september 2025
Kvittuðu upp á Landsmót UMFÍ 50+ 2025
Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður UMSE, Hermann Ingi Gunnarsson, oddviti sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, undirrituðu samning um Landsmót UMFÍ 50+ í síðustu viku.

25. september 2025
Veðmál barna - hættulegur leikur sem hægt er að stöðva
Börn veðja á ólöglegum veðmálasíðum á Netinu fyrir hundruð milljóna króna á ári. Íslandsbanki lokaði á viðskipti barna á slíkum síðum. Formaður UMFÍ kallar eftir því að stjórnvöld framfylgi lögum og loki á ólöglega starfsemi hér á landi.

13. september 2025
Fer út í búð og spjallar við ókunnuga
Lykillinn að hamingjunni leynist í félagslegum töfrum, samskiptum fólks augliti til auglitis í stað samskipta í gegnum skjá, að sögn dr. Viðars Halldórssonar. Hann hélt erindi og stýrði vinnustofu á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa.

12. september 2025
Framboð til stjórnar og/eða varastjórnar UMFÍ
Jóhann Steinar Ingimundarson gefur áfram kost á sér til formanns. Fimm aðrir gefa kost á sér áfram í stjórn og varastjórn en fimm ætla ekki að gera það. Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing.

11. september 2025
Opið fyrir umsóknir í Hvatasjóð í þriðja sinn
Opið er fyrir umsóknir í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Hvatasjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna. Þetta er þriðji umsóknarfrestur ársins og er opið fyrir umsóknir til 15. október.