Öllum flokkum

26. apríl 2023
Stjórn HSK heimsækir íþróttamiðstöðina í Laugardal
Stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) heimsótti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) í íþróttamiðstöðina í Laugardal í gær.

25. apríl 2023
Eru íþróttir fyrir alla?
ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir málþinginu Eru íþróttir fyrir alla? Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, mun flytja erindið Með ungmennafélagsandann að leiðarljósi, og Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri Allir með, flytur erindi sem heitir Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið.

25. apríl 2023
Starfsmerkið kom Marion mjög á óvart
„Ég var ekkert smá ánægð, þetta kom mér svo á óvart,“ segir Marion Gisela Worthmann, fyrrverandi formaður Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF). Hún heiðruð með starfsmerki UMFÍ á ársþingi sambandsins sem fram fór á Tálknafirði í síðustu viku. Þar tók Birna Hannesdóttir við sem formaður af Marion.

25. apríl 2023
Aðeins 4% barna með fötlun stunda íþróttir
Þrjú þúsund börn undir 17 ára aldri eru með fatlanir á Íslandi. En aðeins rúmlega 150 þeirra, um 4% hópsins, stundar íþróttir hjá félagi. Valdimar Smári Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra stóð í gær fyrir vinnufundi með forsvarsfólki Kópavogsbæjar og íþróttafélaga og fleirum.

21. apríl 2023
Norðmenn fræðast um íþróttafélög og frístundastyrki
Tæpur 30 manna hópur Norðmanna sem öll vinna við íþróttir í ólíkum sveitarfélögum Rogaland fylkis heimsótti Ísland í vikunni til að fræðast um íþróttastarfið á Íslandi, um frístundastyrki, skipulag og fjármögnun íþróttafélaga , tengsl skóla og frístundastarfs og margt fleira.

17. apríl 2023
Ungmennaráð UMFÍ fundaði með Lilju
Fulltrúar Ungmennaráðs UMFÍ funduðu með Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, í húsakynnum Alþingis í síðustu viku. Fundarefnið var fyrirspurn Lilju til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um störf ungmennaráða.

14. apríl 2023
Sæunn, Erla og Ragnar sæmd starfsmerki UMFÍ
„Þetta var alveg geggjað, ég var svo stolt og ánægð, klökk,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS), sem er sambandsaðili UMFÍ. Þórey, ásamt þeim Sæunni Káradóttur og Ragnari Þorsteinssyni voru sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi USVS.

12. apríl 2023
Funduðu um uppfærslu íþróttalaga
Þessa dagana er verið að leggja grunninn að tímabærri uppfærslu á íþróttalögum. Þau lög sem nú eru í gildi eru byggð á grunni fyrstu íþróttalaganna frá árinu 1940 og breytingu á þeim frá árinu 1965. Sérfræðingar mennta- og barnamálaráðuneytis funduðu um íþróttalögin í dag með fulltrúum UMFÍ.

12. apríl 2023
Búið að opna fyrir skil á starfsskýrslum í Sportabler
Opnað var í dag fyrir starfsskýrsluskil sambandsaðila ÍSÍ og UMFÍ og félög innan þeirra vébanda í Sportabler. Opið verður fyrir skýrsluskil til til 31. maí næstkomandi. Prófanir hafa staðið yfir á kerfinu síðustu vikur á skilakerfinu og er nú allt tilbúið fyrir starfsskýrsluskil.