Öllum flokkum
05. desember 2025
Ragna er sjálfboðaliði Suðurlands árið 2025
Ragna Gunnarsdóttir er sjálfboðaliði Suðurlands árið 2025. Ragna er ein af fjölmörgum sjálfboðaliðum sem voru tilnefnd úr Hestamannafélaginu Sleipni. Það gríðargóða starf sem er unnið hjá félaginu á öllu því góða fólki mikið að þakka.
05. desember 2025
Jón er sjálfboðaliði Suðurnesja 2025
Jón B. Olsen í Hestamannafélaginu Mána er sjálfboðaliði Suðurnesja árið 2025. Í dag er Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Af því tilefni var valinn sjálfboðaliði ársins á Suðurnesjum.
05. desember 2025
Guðbjört Lóa er sjálfboðaliði Vesturlands 2025
Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir er sjálfboðaliði ársins 2025 á Vesturlandi. Hún er félagi í Glímufélagi Dalamanna, var lengi iðkandi hjá félaginu þar sem hún tók nokkra titla.
05. desember 2025
Gunnar er sjálfboðaliði Austurlands 2025
Félagsmálatröllið Gunnar Gunnarsson var í dag dreginn út sem sjálfboðaliði ársins 2025 á Austurlandi. Gunnar var mjög þakklátur fyrir niðurstöðuna og fannst það dásamlegt í jólatörninni. Það er svæðisstöð íþróttahéraðanna á Austurlandi sem skipulagði valið.
05. desember 2025
Dagur sjálfboðaliðans
Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Af því tilefni hvetjum við sambandsaðila og aðildarfélög UMFÍ til að hampa sjálfboðaliðum, sem hafa haldið uppi íþrótta- og ungmennastarfi gegnum árin. ÍSÍ og UMFÍ bjóða upp á vöfflukaffi og erindi þriggja sjálfboðaliða.
04. desember 2025
Ræddu sama um málefni barna
Fulltrúar nokkurra félagasamtaka sem mynda Barnaréttindavaktina hittust í þjónustumiðstöð UMFÍ í gær. Þar kynntu þau starfsemi sína auk þess að hitta forsvarsfólk annarra félagasamtaka og fá kynningu á starfi þeirra.
02. desember 2025
Pannavellir á leiðinni út um allt land
Starfsfólks UMFÍ og KSÍ vann saman að því í gær að taka í sundur sendingu af pannavöllum og skipta þeim upp í 15 einingar. Pannavellina pöntuðu sveitarfélög og íþrótta- og ungmennafélög víða um land og eru vellirnir nú á leið til þeirra.
26. nóvember 2025
Stefnumótun ÍSÍ og UMFÍ: Kraftur í hópnum
„Það er ótrúlegur kraftur í þessum hópi. Ég fann strax að þarna var komið saman hugsjónafólk með sameiginlega sýn, sem er tilbúið að bretta upp ermar og gera gott starf enn betra,“ segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, ráðgjafi hjá fyrirtækinu Expectus ráðgjöf.
20. nóvember 2025
28 milljónir til eflingar íþróttastarfs um allt land
52 verkefni af ýmsu tagi um allt land fengu styrki upp á 27,8 milljónir króna úr Hvatasjóði íþróttahreyfingarinnar. Þetta var þriðja úthlutun úr sjóðnum en fyrsta úthlutun úr honum var í upphafi árs. 71 umsókn um styrk barst sjóðnum upp á um 66 milljónir króna.