Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

13. janúar 2026

Auglýsa stöðu framkvæmdastjóra í fyrsta sinn

„Við þurfum alltaf að halda áfram og sækja fram. Þetta er byrjunin,“ segir Rúnar V. Arnarson, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB). Bandalagið auglýsir nú í fyrsta sinn stöðu framkvæmdastjóra. Um er að ræða 50% starf.

13. janúar 2026

Munum eftir árlegri endurnýjun á Almannaheillaskrá

Nú er ekki aðeins runnið upp nýtt ár heldur líka árleg endurnýjun félaga á Almannaheillaskrá Skattsins. Við höfum tekið saman nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við endurnýjun en líka fyrir forsvarsfólk félaga sem ætlar að nýskrá félag á Almannaheillaskrá.

12. janúar 2026

Stendur fyrir ókeypis kynningu á göngufótbolta

Rúnar Már Sverrisson, umsjónarmaður göngufótbolta hjá Þrótti og nefndarmaður í Grasrótarnefnd KSÍ, mun kynna göngufótbolta og kosti greinarinnar á Teams fimmtudaginn 15. janúar næstkomandi.

12. janúar 2026

Könnun á lestri Skinfaxa

Vertu með í að gera tímarit UMFÍ enn betra! Brakandi ferskt tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, kom út fyrir jólin. Við erum alltaf að vinna að því að bæta tímaritið og langar til að vita hvað fólki finnst.

09. janúar 2026

Þorgerður er sjálfboðaliði ársins á Vestfjörðum

Þorgerður Karlsdóttir er sjálfboðaliði ársins 2025 á Vestfjörðum. Þorgerður var í fríi á Degi sjálfboðaliðans undir lok síðasta árs og tókst ekki að afhenda henni viðurkenningu og þakklætisvott fyrr en hún sneri til baka á nýju ári.

09. janúar 2026

Viltu vera með okkur í liði?

UMFÍ óskar eftir tilnefningum og umsóknum í Ungmennaráð UMFÍ fyrir starfstímabilið 2025 - 2027. Ungmennaráð UMFÍ er skipað ellefu ungmennum með tilliti til jafnrar aldursdreifingar, kyns og búsetu. Ungmenni 15 - 18 ára eru sérstaklega hvött til þess að sækja um.

07. janúar 2026

Fjallað um gjafir og framlög í nýjasta tölublaði Skinfaxa

Nýjasta tölublað Skinfaxa er komið út. Blaðið er stútfullt af gagnlegu efni fyrir alla lesendur. Í blaðinu er meðal annars fjallað um gjafir og styrki til íþrótta- og ungmennafélaga, umfjöllun um prikhesta, pælingu til að rjúfa félagslega einangrun og margt fleira.

07. janúar 2026

Þéttari samvinna í íþróttastarfi á Vestfjörðum

„Við erum orðin mun sterkari heild og vinnum nú markvisst saman sem heild,“ segir Birna Hannesdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vestfjörðum. Íþróttahéruð á Vestfjörðum hafa eflt samvinnu sína með reglulegum fundum og nýjum verkefnum í samstarfi við svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna þar.

07. janúar 2026

50 milljónum króna úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

Rétt tæpum 50 milljónum króna var úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ fyrir jól. Þar af voru umsóknir um 122 verkefni styrkt um tæpar 16 milljónir króna.