Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

10. maí 2025

Golfhermir leiddi til mikillar fjölgunar iðkenda

Formannafundur Héraðssambands Bolungarvíkur (HSB) var haldinn í Bolungarvík á fimmtudag, en ársþing HSB er haldið annað hvert ár og var haldið í fyrra. Mæting var góð og mættu fulltrúar frá stjórnum félaganna tveggja.

06. maí 2025

Helena sæmd Gullmerki UMSE

Helena Frímannsdóttir frá Ungmennafélaginu Reyni var sæmd Gullmerki Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) á ársþingi sambandsins á dögunum. Sambandið vinnur að því að sameinast um starf framkvæmdastjóra með Svarfdælum.

05. maí 2025

UMFÍ og HR bjóða upp stöður í meistaranámi

UMFÍ og íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík bjóða nú í fyrsta sinn upp á tvær kostaðar stöður í meistaranámi sem snúa að áhersluþáttum UMFÍ. Önnur er meistaranám í íþróttavísindum og kennslu og hin er í íþróttavísindum og frammistöðugreiningu.

02. maí 2025

Gunnar endurkjörinn formaður UMSS

Guðmundur Sveinsson var sæmdur Gullmerki UMFÍ á 105. ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar á miðvikudag. Þær Sigríður Fjóla Viktorsdóttir og Dagbjört Rós Hermundsdóttir fengu starfsmerki UMFÍ á sama tíma.

02. maí 2025

Iðkendum HHF hefur fjölgað um 45%

Birna Hannesdóttir var endurkjörin formaður á héraðsþingi Héraðssambandsins Hrafna-Flóka. Starf félagsins hefur tekið kipp upp á síðkastið. Iðkendum hefur fjölgað um 45% og fleiri greinar litið dagsins ljós hjá aðildarfélögum.

30. apríl 2025

Muna eftir umsókn í sjóði UMFÍ

Við minnum á að enn er mögulegt að senda inn umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Fresturinn rennur út á morgun, fimmtudaginn 1. maí. Hægt verður að senda inn umsóknir fram á kvöld morgundagsins. 

30. apríl 2025

Ragnheiður Högnadóttir sæmd gullmerki UMFÍ

Ragnheiður Högnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ, var sæmd Gullmerki UMFÍ á sambandsþingi Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) á dögunum. Á sama þingi tók Sunna Wiium við sem formaður.

30. apríl 2025

Hinsegin fræðsla sem gerir öllum gott

„Mín reynsla er sú að fólk hefur almennt gagn og gaman af fræðslunni. Við ræddum um kynjaskiptingar í búningsklefum, svefnrýmum og annars staðar“ segir Kristmundur Pétursson, fræðari hjá Samtökunum ´78. Hann var í vikunni með Hinseginfræðslu á vegum UMFÍ og fleiri samtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn.

28. apríl 2025

Jóhann Steinar og Auður sæmd Gullmerki ÍF

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, voru sæmd gullmerki á Sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra sem fram fór á laugardag.