Í síðustu viku kom upp atvik í kennslustund í Skólabúðunum í Reykjaskóla þar sem nemendur í 7. bekk dvöldu. UMFÍ vinnur málið eftir samræmdum verkferlum samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
„Fólk er afar ánægt með Skólabúðirnar og ég heyri ekkert nema jákvætt um þær í sveitarfélaginu,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Hún fundaði með fulltrúum UMFÍ um Skólabúðirnar í síðustu viku. Á sama tíma voru nemendur frá Álftanesi í búðunum sem skemmtu sér vel.
„Krökkunum fannst alveg rosalega gaman og foreldrarnir voru mjög ánægðir,“ segir Kristófer Darri Finnsson, þjálfari og fararstjóri í peppferð á vegum TBR til Laugarvatns um helgina. Í hópnum voru 33 börn og ungmenni ásamt foreldrum og þjálfurum og gistu þau í húsnæði Ungmennabúða UMFÍ.
UMFÍ tók við rekstri Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði með stuttum fyrirvara í haust. Bretta þurfti því upp ermar til að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á húsnæði Skólabúðanna. Mikil aðsókn er bæði í Skólabúðirnar á Reykjum og Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni. Færri komast að en vilja.
„Ég svíf hérna um í bongóblíðu, krökkunum finnst allt rosa gaman og kennararnir ánægðir með aðstöðuna,“ segir Guðný Stefanía Stefánsdóttir, kennari í 7. bekk Grunnskólans á Ísafirði. Hún var í hópi fyrstu gestanna sem komu í Skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði á mánudag.
Allt er á fullu við undirbúning skólaársins í Ungmenna- og skólabúðunum enda von á fyrstu nemendunum í dvöl í búðunum í næstu viku. Sigurður Guðmundsson er forstöðumaður þeirra og settist hann niður með starfsmönnum beggja búða í vikubyrjun til að stilla saman strengi fyrir veturinn.
„Þetta er ánægjulegur dagur. Við erum spennt fyrir samstarfinu,‟ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hún og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, skrifuðu í dag undir samning um rekstur Skólabúðanna að Reykjum.
UMFÍ er að taka við rekstri Skólabúða á Reykjum í Hrútafirði frá hausti 2022. Við erum búin að manna í stöður en viljum gera aðeins betur og leitum eftirfarandi starfsmanna í full störf. Okkur vantar leiðbeinanda og aðstoð við matráð í eldhúsinu. Ertu memm?