Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

12. september 2025

Framboð til stjórnar og/eða varastjórnar UMFÍ

Jóhann Steinar Ingimundarson gefur áfram kost á sér til formanns. Fimm aðrir gefa kost á sér áfram í stjórn og varastjórn en fimm ætla ekki að gera það. Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing.

11. september 2025

Opið fyrir umsóknir í Hvatasjóð í þriðja sinn

Opið er fyrir umsóknir í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Hvatasjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna. Þetta er þriðji umsóknarfrestur ársins og er opið fyrir umsóknir til 15. október.

09. september 2025

Allir með: Íþróttahátíð í Skagafirði

Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og svæðisstöðvar íþróttahéraðanna standa fyrir viðburðinum Íþróttahátíð í Skagafirði – Allir með. Íþróttahátíðin verður í matsal Árskóla og í íþróttahúsi Sauðárkróks fimmtudaginn 11. september. 

08. september 2025

Forseti Íslands ræddi um áhrif snjalltækja og samfélagsmiðla

Fulltrúar ÍSÍ og UMFÍ voru á meðal þeirra sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, boðaði til samtals á Bessastöðum í síðustu viku með ungu fólki og ýmsum fagaðilum til að ræða áhrif snjalltækja- og samfélagsmiðla á líf og líðan barna og ungmenna. 

04. september 2025

Ungt fólk ræðir um félagslega töfra

Ungmennaráð UMFÍ skipuleggur fjölmenna ráðstefnu fyrir ungt fólk. Kastljósinu verður beint að lýðheilsu og kostum þess fyrir ungt fólk að taka þátt í félagsstarfi. Enn er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.

03. september 2025

Funduðu saman í fyrsta sinn

Stjórnarfólk héraðssambanda á Suðurlandi fundaði í fyrsta sinn öll saman á föstudag í síðustu viku. Markmiðið með fundinum var að byggja brú á milli sambandanna. Rakel Magnúsdóttir segir ferðina hafa heppnast frábærlega.

01. september 2025

Uppbókað í Skólabúðir á Reykjum

„Allir voru ánægðir sem komu í vikunni og kennararnir himinlifandi yfir endurbættri aðstöðu. Veðrið var líka svo gott, brakandi blíða og spegilsléttur hafflötur í Hrútafirði,“ segir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða UMFÍ á Reykjum. Fyrsti nemendahópurinn dvaldi á Reykjum í vikunni í fjóra daga.

29. ágúst 2025

54. sambandsþing UMFÍ í október

54. sambandsþing UMFÍ verður haldið á Fosshóteli Stykkishólmi dagana 10. – 12. október næstkomandi. Á þinginu er kosið til stjórnar, lagðar fram tillögur að ýmsum málum og margt fleira. Þetta verður fyrsta þing fulltrúa ÍBV sem sambandsaðilar UMFÍ.

25. ágúst 2025

Besta ákvörðunin að fara í lýðháskóla

Ólöf María Guðmundsdóttir kvaddi fjölskyldu sína í Önundarfirði í byrjun árs og fór í lýðháskóla í Danmörku. Hún segist hafa orðið sjálfstæðari úti og miklu öruggari en áður.