Öllum flokkum
06. nóvember 2025
Heilmikið fjör á Allir með-leikunum
Allir með-leikarnir fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 8. nóvember. Þetta er viðburður fyrir börn með fatlanir á grunnskólaaldri. Í boði eru 11 íþróttagreinar og heilmikið fjör fyrir alla fjölskylduna fram eftir degi.
06. nóvember 2025
Ungmennaráð UMFÍ: Mikilvægt að búa til vettvang
Æ oftar er rætt um að ungt fólk taki ekki þátt í félagsstarfi og að þrátt fyrir sítengingar í gegnum öll þau tæki sem til eru og samfélagsmiðla höfum við aldrei verið í minna sambandi við okkar nánasta fólk. Er það orðum ofaukið? Ungmennaráð UMFÍ veltir hér málinu fyrir sér í leiðara Skinfaxa, tímariti UMFÍ.
04. nóvember 2025
Ungmennaráðið hitti jólasveininn
Ungmennaráð UMFÍ er nú statt á ungmennaráðstefnunni NordUng, sem fram fer í Lapplandi í vikunni. Þema ráðstefnunnar eru raddir ungs fólks, þátttaka þess í samfélaginu og málefni minnihlutahópa.
04. nóvember 2025
Aldrei fleiri frá UMFÍ á ráðstefnu ISCA
Íslendingar áttu glæsilegan hóp fulltrúa íþróttahreyfingarinnar á ráðstefnunni Move Congress sem alþjóðlegu grasrótarsamtökin ISCA héldu í samstarfi við DGI í ráðstefnumiðstöðinni við Tívolíið í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Þátttakendur voru rúmlega 850 frá meira en 60 löndum.
27. október 2025
Vertu með!
UMFÍ auglýsir eftir fulltrúum í nefndir til næstu tveggja ára fyrir árin 2025 – 2027. Fulltrúar allra sambandsaðila UMFÍ og þeirra 480 félaga um allt land sem aðild eiga að UMFÍ geta sent tilnefningar.
24. október 2025
HK leitar að nýjum framkvæmdastjóra
HK auglýsir starf framkvæmdastjóra félagsins. Nýr framkvæmdastjóri tekur við starfinu af Söndru Sigurðardóttur, sem var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Umsóknarfrestur er til 6. nóvember næstkomandi.
23. október 2025
Nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði heimsóttu UMFÍ
Tæplega 40 nemendur á fyrsta ári í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, ásamt kennara sínum, heimsóttu íþróttamiðstöð UMFÍ í gær. Markmið heimsóknarinnar var að kynna nemendum fjölbreytta starfsemi UMFÍ.
20. október 2025
Heimasíða svæðisstöðva komin í loftið
„Heimasíðan var gerð til að auðvelda þá miklu vinnu sem farið hefur fram í svæðisstöðvunum frá upphafi og gera efni um íþróttastarf aðgengilegra,” segir Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Austurlandi. Ný heimasíða svæðisstöðva íþróttahéraðanna fór í loftið á dögunum.
15. október 2025
Ekki gleyma að senda inn umsókn!
Við minnum á að í dag er síðasti séns til að senda inn umsóknir í tvo sjóði. Svo er enn opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hér eru ítarlegri upplýsingar um sjóðina.