Líf og fjör á ný í Ungmennabúðum UMFÍ
„Ég hlakka mikið til að taka á móti þessum fyrsta nemendahópi á nýja árinu,“ segir Jörgen Nilsson, forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni. Starfsemin hefur að mestu legið niðri vegna COVID. Tilslökun á samkomutakmörkunum skilar því að nemendur grunnskóla koma nú aftur í Ungmennabúðirnar.