Öllum flokkum

22. desember 2021
Ásmundur Einar: Skoðar framlengingu á úrræðum fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf
„Þetta verður samvinnuverkefni okkar allra. Við munum vakta hvaða tæki og tól vantar til að halda starfseminni gangandi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hann fundaði með forsvarsfólki í íþrótta- og æskulýðsstarfi vegna sóttvarnaaðgerða í dag.

22. desember 2021
Úthlutað úr Afrekssjóði UMSK
UMSK greiddi í vikunni styrki upp á rúmar 2,5 milljónir króna úr Afrekssjóði til íþróttafólks innan sambandsins sem tekið hefur þátt í mótum á erlendri grund.

21. desember 2021
Hertar sóttvarnareglur taka gildi á Þorláksmessu
Nýjar og hertar sóttvarnareglur taka gildi á Þorláksmessu og verða í gildi næstu þrjár vikurnar. Samkvæmt þeim mega aðeins 20 koma saman og gæta þess að tveir metrar eru á milli fólks. Grímuskylda er líka tekin upp. Íþróttaæfingar- og keppni eru áfram heimilaðar.

12. desember 2021
Bryndís, Stefán og Andrea verðlaunahafar Forvarnardagsins
Bryndís Brá, Stefán Freyr og Andrea Erla unnu öll þrjú til verðlauna í verkefnum tengdum Forvarnardeginum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti þeim verðlaunin við hátíðalega athöfn á Bessastöðum í gær. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, var viðstaddur afhendinguna.

06. desember 2021
Uppistandari með skipstjórnarréttindi í Ungmennabúðum UMFÍ
Heilmiklar breytingar urðu á skipulagi Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni í haust. Sigurður Guðmundsson tók við sem forstöðumaður búðanna út skólaárið auk þess sem tómstunda- og félagsmálafræðingarnir Halldóra Kristín Unnarsdóttir og Ingveldur Gröndal bættust í hóp frábærra starfsmanna.

05. desember 2021
Takk fyrir þitt framlag kæri sjálfboðaliði!
Í dag er Dagur sjálfboðaliðans um allan heim. Sjálfboðaliðastörf hafa verið uppistaðan í öllu starfi UMFÍ. Sjálfboðaliðar vinna gríðarlega mikilvægt starf víða í samfélaginu og er afar óvíst að rekstur íþróttafélaga gæti gengið án framlags sjálfboðaliða um allt land.

02. desember 2021
Muna að skrá íþróttafélagið á Almannaheillaskrá
UMFÍ minnir á að búið er að opna fyrir skráningu Almannaheillaskrá Skattsins. Öll félög sem vilja nýta sér ávinning skráningarinnar á þessu ári þurfa að ljúka skráningu á Almannaheillaskrá fyrir áramót. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum.

01. desember 2021
Við erum við símann!
UMFÍ vekur athygli á því að Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, er í leyfi frá störfum út desember. Starfsfólk UMFÍ veitir allar upplýsingar sem á þarf að halda á meðan leyfi Auðar stendur. Við erum alltaf við og ræðum við alla um allt á milli himins og jarðar.

30. nóvember 2021
Formaður UMFÍ fræddi Rótarý í Garðabæ um ungmennafélagshreyfinguna
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, hélt erindi um ungmennafélagshreyfinguna á hádegisfundi Rótarýklúbbsins Görðum í Garðabæ í gær, mánudaginn 29. nóvember. Hann stiklaði á stóru í sögu UMFÍ og fjallaði um mótin, Unglingalandsmót UMFÍ, Landsmót UMFÍ 50+ og Íþróttaveisluna auk stefnumótunar.